Monday, September 19, 2011

Vilt þú vera meðlimur í stærstu stúdentareknu samtökum heims?

AIESEC hefur starfað á Íslandi í 50 ár. Við erum stærstu stúdentareknu samtökin í heiminum, við störfum í fleiri en 110 löndum og höfum yfir 60.000 meðlimi. Tilgangur okkar er að skapa ungmennum vettvang til þess að þróa með sér leiðtogahæfileika. Þannig veitum við ungmennum tækifæri til þess að kynnast annarri menningu en þeirra eigin, endurskoða heimsskoðun sína og öðlast reynslu og hæfni sem hefur þýðingu í samfélagi dagsins í dag.



Til þess að öðlast hagnýta reynslu býður AIESEC þér nú upp á tækifærið til að taka að þér forystuhlutverk eða hlutverk í virkri liðsheild Sem meðlimur í AIESEC munt þú kynnast nýju fólki, hjálpa til við rekstur félagsins og öðlast verðmæta reynslu sem erfitt er að nálgast annarstaðar á meðan þú ert í námi. Ef þú vilt vita meira ertu velkominn á upplýsingafundina okkar sem fara fram á eftirfarandi stöðum.

Dagsetning
Tími
Staður
Háskóli
Sept. 19, 2011
12:00:00
M110
HR
Sept. 20, 2011
12:00:00
Skrifstofa AIESEC (Íþróttahús)
Sept. 21, 2011
12:00:00
M109
HR
Sept. 22, 2011
12:00:00
Skrifstofa AIESEC (Íþróttahús)
Sept. 23, 2011
13:00:00
M109
HR

Ef þú vilt vita meira um AIESEC vinsamlegast heimsæktu www.aiesec.is eða alþjóðlega síðu okkar www.aiesec.org.